Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2008 02:32

Staðsetning starfa verði vöktuð hjá því opinbera

„Ég tel að ítrekaðar ráðningar í störf í Reykjavík, á sama tíma og skorið er niður á landsbyggðinni, stangist algjörlega á við stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og því ástæða að setja fram þá kröfu að ef opinber stofnun ætlar að leggja niður starf utan höfuðborgarsvæðisins þá þurfi sérstaka umfjöllun og samþykkt ríkisstjórnar eða iðnaðarráðuneytis sem byggðamálaráðuneytis,“ sagði Guðbjartur Hannesson alþingismaður (S) í framhaldi af umræðum um byggðamál á Alþingi fyrir páskana, þar sem hann kom inn á lokun skrifstofu Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi.

Guðbjartur telur fulla ástæðu til að ríkisstjórnin tæki upp sérstaka vöktun í þessa veru á opinberum stofnunum, hvað varðar staðsetningu starfa. Sömuleiðis þyrfti hvert nýtt starf að sæta mati, hvort hægt væri að vinna það utan Reykjavíkur, þannig að það yrði auglýst án staðsetningar áður en því yrði komið fyrir úti á landi, ef matið leiddi slíkt í ljós.

Tilefni þessara byggðamálaumræðu á Alþingi voru einmitt störf án staðsetningar. Fram kom þar í máli Bjarna Harðarsonar alþingismanns (B) að því hugtaki hafi verið snúið á haus varðandi nýráðinn framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs, en Bjarni fullyrti að hann yrði staðsettur í Reykjavík en ekki fyrir austan. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is