Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2008 10:44

Alfons viðstaddur krossfestingu á Filippseyjum

Á Filippseyjum hefur það tíðkast til margra ára hjá strangtrúuðum kaþólikkum að láta krossfesta sig á föstudaginn langa til að minnast þess þegar Jesús Kristur var krossfestur á sínum tíma. Siðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur af mörgum innan sem utan hinnar kaþólsku kirkju. Alfons Finnsson, ljósmyndari Skessuhorns í Snæfellsbæ, er staddur á Filippseyjum um þessar mundir. Hann tók sér stöðu ásamt hundruðum ljósmyndara víða að úr heiminum á staðnum Malelado í bænum San Fernando í gær og fylgdist með þessari athöfn sem hefur farið fram þar á hverju ári síðan árið 1962.

Alfons var mættur á staðinn tímanlega um morguninn þar sem athöfnin átti að hefjast klukkan tólf á hádegi.

“Gríðarlegur fjöldi fólks var mættur á staðinn og voru sölubásar út um allt. Sölumenn í tugatali gengu um meðal gesta og buðu vatn til sölu og var salan gríðarleg enda hitinn næstum óbærilegur, sérstaklega fyrir gestinn norðan úr íshafi sem er eins og gefur að skilja ekki vanur slíkum hita á sínum heimaslóðum,” sagði Alfons í samtali við Skessuhorn.

 

Hermenn gráir fyrir járnum

Upp úr klukkann tíu um morguninn voru komnir tugþúsundir gesta á svæðið, ásamt her og lögreglumönnum sem voru þungvopnaðir. "Mátti sjá þá bera M16 hríðskotabyssur ásamt öðrum öflugum vopnum til þess að vernda gesti ef eitthvað kæmi uppá. Það reyndi þó ekkert á hæfni lögreglumannanna þar sem allt fór fram með friði og spekt. Var fjölmiðlafólks sérstaklega vel gætt."

Á meðan beðið var eftir krossfestingunni gekk blaðamaður Skessuhorns í fylgd hermanns um götu sem lá að krossfestingarstaðnum. “Hrökk ég þá við einu sinni og trúði ekki mínum eigin augum. Á götunni lá blóðugur maður og lét börn lemja sig til blóðs. Mér til mikillar furðu brosti hermaðurinn að þessu og lét þetta óáreitt. Sagði hann hlæjandi við mig að þetta væri siður sem fram færi á þessum degi, hundruð ungmenna gengi um og húðstrýktu sig sjálf en með því trúðu þau að þau myndu bæta fyrir syndir liðins árs. Mikið mega þessir menn þá hafa á samviskunni, hugsaði ég, því bök þeirra voru alsett blóði.”

 

Óbærilegur biðtími

“Klukkan tólf var tilkynnt í hátalarkerfinu að athöfninn hæfist ekki fyrr en klukkan eitt og við tók hin versta bið. Hitinn og þrengslin voru mikill og ekki hægt að hreyfa sig fetið. Klukkan eitt var svo aftur tilkynnt að athöfninn yrði seinkuð til klukkan tvö.”

 

Krossfestinginn

“Loksins, loksins fór eitthvað að gerast. Þá kom fyrst kona berandi þungan kross sem hún hafði gengið með í nokkra tíma neðan úr bæ frá kaþólku kirkjunni. Fór hún að biðja og gamall maður henti sér niður í sandinn og jós sandi yfir höfuð sér og tók svo við að öskra og láta öllum illum látum. Ungu mennirnir sem lömdu sig til blóðs gengu að krossunum þremur sem búið var að reisa og fóru með bænir og áfram lömdu þeir bök sín og lögðust í jörðina í einhverjum trúarlegum athöfnum.

 

Allt í einu fór áhrofendaskarinn að hrópa á óskiljanlegu tungumáli. Inn á völlinn riðu rómverskir hermenn og á eftir þeim komu hermenn klæddir að siði Rómverja til forna. Inn komu menn í hlutverkum líkt og forðum; Jesús og tveir aðrir sem átti að krossfesta. Voru krossarnir látnir síga og fylgdarmenn Jesús negldir niður á höndum með nöglum á viðarkrossana. Jesús var krossfestur síðastur, en hann var negldur niður á höndum og fótum og ekki laust við að hroll setti að blaðamanni við þessa athöfn, því öskur þeirra sem voru negldir niður voru mikil og óhugnanleg. Þegar menninir höfðu verið á krossunum í dálítinn tíma var þeim slakað niður og naglarnir teknir úr höndum þeirra. Voru þeir bornir burt á sjúkrabörum og tók þá við að krossfesta 18 syndara í viðbót sem voru sjálfboðaliðar og vildu bæta fyrir syndir sínar, en sumir þeirra sem létu krossfesta sig höfðu gert það í allt að 16 ár."

 

Syndaaflausn

Þegar blaðamanni Skessuhorns fannst að hann hafi örugglega margfalt bætt fyrir sínar syndagjörðir, með þvi að standa þarna í stingandi sólinni og hitasvækju í marga klukkutíma við þröngar aðstæður, var gott að komast af blaðamannapallinum, úr þrengslunum sem þar voru og í loftkældan bílinn. “En þessari ferð fylgdu ýmis óþægindi eins og brennandi sólbruni á öxlum og fótum. Þessi atburður á þó lengi eftir að sitja í minni mínu,” sagði Alfons Finnsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is