Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2008 11:24

Fyrsti fundur Matvælaklasa Vesturlands

Frummælendurnir
Nýlega var fyrsti fundur Matvælaklasa Vesturlands haldinn á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Frummælendur voru Friðrik V. Karlsson eigandi veitingahússins Friðriks V á Akureyri, Guðmundur H. Gunnarsson starfsmaður Matís á Höfn í Hornafirði og Laufey Steingrímsdóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Stýrihópur verkefnisins var jafnframt stofnaður en honum er falið að hittast nokkrum sinnum til að semja lög og reglugerðir fyrir klasann og síðan verður formlegur stofnfundur haldinn í maí næstkomandi.

Í stýrihópnum sitja Laufey Steingrímsdóttir, LbhÍ sem leiðir hópinn, Halla Steinólfsdóttir bóndi í Ytri-Fagradal, Kristmar J Ólafsson frá Víngerðinni í Borgarnesi, Magnús Freyr Ólafsson Veisluþjónustunni Fortuna á Akranesi og Sæþór H Þorbergsson Narfeyrarstofu í Stykkishólmi. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar setti fund og var jafnframt fundarstjóri en hann er formaður stjórnar Vaxtarsamnings Vesturlands og Torfi Jóhannesson starfsmaður VV.

 

Fundurinn var haldinn að frumkvæði stjórnar Vaxtarsamningsins. Páll sagði í inngangi sínum að hlutverk Vaxtarsamnings Vesturlands tengdist í raun byggðastefnu stjórnvalda í dag; að vinna úr þeim hugmyndum sem hópur heimamanna hefi fundið út að hentuðu best fyrir hvert landssvæði, í þessu tilfelli Vesturland og hvaða klasa mætti stofna í framhaldi af því. Í þeirri vinnu hefði komið fram að fjórir þættir hefðu mesta vaxtarmöguleika á Vesturlandi en það væru þekkingar-, ferðaþjónustu-, iðnaðar- og matvælaklasi sem væri verið að stofna nú.

 

Samvinna í samkeppni

Friðrik V. Karlsson var fyrsti frummælandinn en hann er einn af forvígismönnum „local-food“ hreyfingar við Eyjafjörð og ásamt því að eiga og reka veitingastaðinn Friðrik V á Akureyri. Hann segir erfiðasta skrefið að yfirstíga væri oft að hafa samvinnu í samkeppni. Eyjafjörður væri þar engin undantekning en menn hefðu komist að því að það væri hægt og virkaði. Einnig væri nauðsynlegt að setja klasanum ramma til að starfa eftir, til hvers væri verið að þessu og gera merki, logo, sem ströng skilyrði yrði að uppfylla til að fá að nota. Einn skussi gæti eyðilagt allt.

 

Matur mikilvæg upplifun

Guðmundur H. Gunnarsson er starfsmaður Matís á Höfn í Hornafirði. Hann ræddi um að í nútíma samfélagi þyrsti fólk í upplifun því það hefði svo mikil efnisleg gæði, matarferðamennska gæti sannarlega fallið undir þann ramma því matur væri eitt mikilvægasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn í leit sinni að nýrri og ógleymanlegri upplifun. Þar lægi sóknarfæri fyrir þá sem væru að hugsa sér til hreyfings. Upplifun væri að verða stór hluti af hagkerfum heimsins. Þær tölur sem til væru um hvað erlendir ferðamenn eyddu í á Íslandi segðu að 33,4% færi í að kaupa sér mat en einungis 11% í afþreyingu.

 

Hefðina má þróa

Laufey Steingrímsdóttir segir það goðsögn að ekkert megi varðandi vinnslu á matvælum og reglugerðir séu lítið strangari hér en í Noregi þangað sem Íslendingar líta mjög til þegar kemur að þessum málum. Vesturland gefur mikið af hráefnum til matvælagerðar. “Ef þetta er ekki hægt hér, hvar þá,” spurði Laufey. Hún sagði að markmið með ferð einstaklings geti verið maturinn sem í boði er, en hún sagði að við horfðum of mikið í baksýnisspegilinn varðandi matarhefðir. Hefðirnar má einnig þróa og hefur verið gert en við höfum of mikið einblínt á þorramatinn sem e.t.v. hefur eyðilagt fyrir okkur.

Í lok fundarins voru umræður og meðal annars kom þar fram að nauðsynlegt væri að hafa atvinnulífið með og þá stóru sem þegar væru í framleiðslu. Hins vegar mætti ekki gleyma að aðstoða þessa litlu sem væru að rannsaka litla hluti, þar gætu legið verðmæt sóknarfæri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is