Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2008 10:50

Skemmdir á báti í Stykkishólmshöfn

Slökkviliðið í Stykkishólmi var kallað út um hálffjögurleytið á Föstudaginn langa eftir tilkynningu vegfaranda um hugsanlegan eld um borð í skemmtibát í Stykkishólmshöfn. Vegfarandi hafði séð mikinn reyk leggja frá bátnum Dís sem lá við Stykkið og voru rúður orðnar svartar og jafnvel haldið að einhver væri um borð. Vegfarendur höfðu því farið að bátnum og bankað á rúðurnar án þess að fá viðbrögð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar var gengið úr skugga um að enginn væri um borð í bátnum en þar hafði komið upp hiti út frá rafmagnskapli frá rafgeymi en við geyminn lá olíuleiðsla og sköpuðu þessar aðstæður hita og reyk í bátnum.

Að sögn Þorbergs Bæringssonar slökkviliðsstjóra mátti þarna litlu muna að ekki kæmi upp eldur og að hans sögn heppni að ekki hefði komið upp eldur því mjög erfitt sé að eiga við eld í plástbátum sem þessum. Slökkviliðið reykræsti og sinnti hreinsunarstörfum í bátnum þar sem eitthvað var sviðið og bráðnað af hita án þess að um stórvægilegar skemmdir væri að ræða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is