Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2008 08:18

Leituðu að páskaeggjum í skógræktinni

Hátt í fimmtíu ungir Skagamenn mættu í skógræktina í Garðalundi á annan í páskum til þess að freista gæfunnar í páskaeggjaleit sem Félag nýrra Íslendinga á Vesturlandi stóð fyrir. Leitað var að eggjum úr pappa sem leikskólabörn á Akranesi og nemendur í Brekkubæjarskóla höfðu teiknað og skreytt. Leitað var í þremur hópum sem mættu á mismunandi tíma. Allir fengu þátttakendur lítið páskaegg, Prins póló og Ópal en þeir sem höfðu fundið sérstök pappaegg með broskörlum fengu aukavinninga á borð við stór og myndarleg páskaegg. Að leit lokinni var svo slegið upp heljarinnar grillveislu.

 

Mikil ánægja var með þetta nýnæmi á Skaganum og Pauline McCarthy formaður Félags nýrra Íslendinga segir að páskaeggjaleitin verði gerð að árlegum viðburði á Akranesi. “Nú eigum við pappaeggin sem börn á Akranesi lögðu mikla vinnu í að gera. Þau voru plöstuð sérstaklega svo hægt væri að nota þau aftur. Við reiknum fastlega með því að bjóða upp á þetta á hverju ári,” segir hún.

 

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is