Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2008 02:05

Setur stefnuna á að slá aðsóknarmetið

Ekkert lát virðist á frábærri aðsókn að uppsetningu Ungmennafélags Reykdæla á leikritinu “Þið munið hann Jörund” sem sýnt hefur verið tíu sinnum fyrir fullu húsi í Logalandi. Verkið var frumsýnt þann 7. mars síðastliðinn en næstu sýningar eru á fimmtudag, föstudag og sunnudag kl. 20.30. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikstjóri verksins segist ekki hissa á þessum góðu viðtökum. “Ég gerði aldrei ráð fyrir öðru en að þetta yrði vel sótt. Þetta er bæði mjög góður hópur og frábært leikrit. UMFR er fornfrægt félag sem hefur í gegnum tíðina fengið mjög góða aðsókn að uppfærslum sínum. Ég vil endilega reyna að slá met sem ég held að Skugga-Sveinn eigi. Þá komu um tvö þúsund manns að sjá leikritið en fjöldinn núna er kominn í um tólfhundruð manns.”

 

Guðmundur segir ekki ljóst hversu margar sýningar verði í viðbót. “Við hefðum getað selt á tvær sýningar bæði á laugardaginn fyrir páska og á annan í páskum. Það eru þrjár sýningar um næstu helgi en ef aðsóknin verður áfram svona góð bætum við líklega einhverjum við. Þó verður fólk að hafa hraðar hendur því við getum ekki sýnt endalaust. Vorverkin bíða og svo fer að líða að prófum hjá yngri kynslóðinni.”

 

Hleypur í skarðið um helgina

Á sýningunum á föstudag og sunnudag mun leikritið þó taka dálitlum breytingum því sökum kvenfélagsferðar í sveitinni út fyrir landsteinana vantar bæði ljósamann og leikara. Guðmundur segir það lítið mál og ætlar sjálfur að bregða sér í hlutverk kapteins Alexander Jones sem annars er leikinn af Guðmundi S. Péturssyni. “Ég hleyp í skarðið fyrir hann á föstudag og sunnudag. Það er nú lítið mál enda er ég búinn að horfa á þetta oftar en nokkur annar undanfarna þrjá mánuði og kann þetta nokkurn veginn. Auk þess er hópurinn orðinn svo vel þjálfaður að klikki eitthvað hjá mér koma þau til bjargar.” En ljósin? Verða þau slökkt? “Já, já,” segir Guðmundur og hlær. “Þau verða bara slökkt. Nei, við erum með stelpu í sýningunni sem hleypur þar í skarðið. Þetta verður ekkert mál heldur.”

 

Áhugasamir geta pantað miða á næstu sýningar í síma 849 6869 en þær eru sem fyrr segir á fimmtudags-, föstudags- og sunnudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is