Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2008 04:20

Þjóðlagasveitin í samstarf við Sinfóníuhljómsveitina

Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi hefur hlotnast sá heiður að verða boðið í samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Næstkomandi laugardag, 29. mars kl 14:00 verða fjölskyldutónleikar sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói. Þar verður fagnað útkomu bókarinnar "Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina" eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarinn Má Baldursson. Bókin segir frá ævintýrum lítillar músar sem villist inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit og heillast af þeirri tónaveröld sem þar ríkir.
 
 
Á tónleikunum mun Valur Freyr Einarsson leikari lesa söguna og hljómsveitin búa til viðeigandi leikhjóð og leika síðan þau tónverk sem koma við sögu í bókinni, þeirra á meðal Bolero eftir Ravel og fyrsta þáttinn í fimmtu sinfóníu Beethovens. 
Þjóðlagasveitin mun flytja lög hálfri klukkustundu fyrir tónleikana og meðal annars flytja eitt af lögunum úr sögunni um Maxímús sem var sérstaklega útsett fyrir sveitina af Tryggva M. Baldvinssyni. Þetta er mikill heiður sem Þjóðlagasveitinni er sýndur því Sinfóníuhljómsveitin velur sér hóp tónlistarnema til samstarfs sem þykir hafa skarað fram úr og sem hefur vakið á sér athygli með einhverjum hætti.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is