Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2008 01:18

Verðlaunum heitið vegna þjófnaðar í FVA

Í morgun, á fyrsta skóladegi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi eftir páska, hélt skólameistari fund með nemendum þar sem umræðuefnið var rannsókn vegna tveggja stulda úr skólanum að undanförnu. Skólameistari og stjórnendur skólans hafa heitið þeim sem gætu gefið upplýsingar sem leiddu til að þessi mál upplýstust, 50 þúsund krónum í verðlaun fyrir hvort mál fyrir sig. Hörður Helgason skólameistari segir að það sé tryggt að fullri nafnleynd verði heitið þeim sem geti veitt þessar gagnlegu upplýsingar.

Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hurfu úr Fjölbrautaskólanum hlutir með skömmu millibili. Eru þessi tvö mál nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Í fyrra skiptið var fjölda tækja stolið úr hljóðveri skólans og í seinna tilfellinu hurfu nokkur tæki til viðbótar. Ekki voru nein merki um innbrot og því ljóst að þarna var á ferð einhver eða einhverjir sem hafa lykil að skólanum.

 

Hörður Helgason skólameistari segir að þessi mál kalli á endurskoðun á því trausti sem ríkt hafi innan skólans, varðandi lyklavöld, og í ljósi þessa trúnaðarbrests verði settar hertar og skýrari reglur. „Í versta falli gæti þarna verið um nemenda að ræða, fyrrverandi nemenda, eða einhvern sem komist hefur yfir lykil með óheiðarlegum hætti,“ segir Hörður skólameistari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is