Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2008 11:30

Engin fegurðarsamkeppni á Vesturlandi í ár

Verðlaunahafar í Ungfrú Vesturland á síðasta ári.

Keppnin um titilinn Ungfrú Vesturland hefur lengi verið árviss viðburður á Vesturlandi um þetta leyti árs. Í ár verður á því undantekning og er það í fyrsta skipti í þrettán ár sem keppnin dettur upp fyrir. Ástæðan er meðal annars sú að umboðsaðili hennar, Silja Allansdóttir, sem hefur séð um framkvæmdina í rúm fimmtán ár er á leið til útlanda í frí.

“Ég keypti þessa ferð seint á síðasta ári og hugsaði með mér að ég ætlaði að salta keppnina í eitt ár,” segir Silja. “Hugsanlega mun ég senda fulltrúa í keppnina en ætla ekki að taka ákvörðun um það strax. Arnar Laufdal, eigandi keppninnar, var nú ekkert sérstaklega ánægður með mig en ég vildi líka aðeins finna hvernig landið liggur og hvort fólk saknaði þess að hafa keppnina,” segir Silja. “Auk þess langaði mig að hafa stelpurnar í keppninni aðeins eldri. Þær hafa margar tekið þátt í kringum átján ára aldurinn en mér finnst það svolítið ungt. Ég er ekkert hætt í þessu og sé fyrir mér að hafa stóra keppni á næsta ári með 13-14 keppendum í kringum nítján ára aldurinn.”

Silja segir að hún sé töluvert innt eftir því hvort keppnin verði á dagskrá. “Ég hef haft lúmskt gaman af því enda hélt ég kannski að fólk væri bara komið með nóg af þessu,” segir hún og hlær. Ferð hennar er heitið til London, þaðan til Barcelona og loks ætlar hún í siglingu um Miðjarðarhafið. “Þetta verða nítján dagar af flækingi,” segir hún en játar að hún sakni þess að halda ekki keppni í ár. “Þetta er alltaf voða gaman. Það eina sem er að gera mann brjálaðan er skortur á góðu húsnæði á Akranesi. Breiðin er engum bjóðandi eins og staðan er og því er ekki einu sinni hægt að halda dansleik á eftir keppni. Hún hefur verið haldin í Bíóhöllinni undanfarin ár, sem er gaman en fólk verður líka leitt á því,” segir Silja og bætir því við að það hafi jafnvel komið til greina að halda keppnina í Ólafsvík áður en ljóst var að ekki yrði af henni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is