Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2008 08:18

Búið að úthluta fjórum lóðum næst Grundartangahöfn

Búið er að úthluta fjórum lóðum á hafnarsvæðinu næst Grundartangahöfn, öllum til fyrirtækja af höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru Stálsmiðjan, Lífland, dótturfyrirtæki Mjólkursamsölunnar, Blikk og Járn og Héðinn sem hyggjast flytja starfsemi sína þangað. Um þessar mundir er verið að ljúka við gerð deiliskipulags fyrir Klafastaðaland við Grundartanga, en þar er gert ráð fyrir um 70 misstórum iðnaðarlóðum, allt frá hálfum hektara upp í fimm hektara að flatarmáli.  Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Grundartangahöfn. Verið er að dæla upp möl í lóð Líflands og vinna við gatnagerð og lagnir að fara af stað. Þá fylgir einnig með undirbúningur og framkvæmdir vegna viðleguaðstöðu fyrir lóðs- og dráttarbáta austan hafnarmannvirkjanna.

Samtals eru þessir verkþættir upp á liðlega 300 milljónir króna, að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. Nokkrir aðilar eru áhugasamir um lóðir til viðbótar og því við að búast að á árinu bætist heldur í hópinn.  Ráðgert er að Lífland og Stálsmiðjan hefji sínar framkvæmdir á næstu vikum, en Héðinn og Blikk og Járn með haustinu.

 

„Hugsunin er að á Grundartanga verði þorp iðnfyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum auk þess sem séð verður fyrir svæði til að sinna almennum flutningum af sjó.  Með tvöföldun Hvalfjarðarganga, vegar á Kjalarnesi og Sundabraut er framtíðin sú að hafnarsvæðið í Sundahöfn og á Grundartanga spili saman og þar geti orðið ákveðin verkaskipting til framtíðar, en í því efni eru greiðar og öruggar samgöngur lykilatriði bæði fyrir Vesturland og höfuðborgina,“ segir Gísli Gíslason. Hann segir að málin virðist vera í takti við markmið sem sett voru við stofnun Faxaflóahafna að byggja upp á Grundartanga blandaða atvinnustarfsemi. Ef væntingar ganga eftir og lóðirnar í Klafastaðalandi þrýtur, þá er eftir álíka stórt svæði í Kataneslandi. Þessar tvær jarðir eru í eigu Faxaflóahafna og koma sér vel þegar þarf að skipuleggja lóðir fyrir hafnsækna starfsemi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is