Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2008 09:15

Claptonfélag Borgarfjarðar með tónleika

Clapton-félag Borgarfjarðar, sem saman stendur af nokkrum einlægum aðdáendum gítarsnillingsins Eric Clapton, stendur fyrir tónleikum í Fossatúni 30. mars á afmælisdegi goðsins. Félagsmenn hafa haldið upp á afmæli Claptons síðan hann varð fimmtugur árið 1995. Að þessu sinni var ákveðið að bjóða upp á lifandi blústónlist.  Sindri Arnfjörð er einn félagsmanna í Clapton-félagi Borgarfjarðar. Hann segir að hugmyndin að tónleikunum hafi eiginlega kviknað í óformlegu spjalli við Gunnar Ringsted gítarleikara fyrir nokkru síðan, en Gunnar var á sínum tíma í hljómsveit sem sérhæfði sig í flutningi laga eftir Clapton. Málið hafi verið rifjað upp eftir áramótin og síðan í febrúar hefur hljómsveitin Óvissa með Gunnari og félögum æft stíft gamla takta, en þeir hafa ekki starfað saman síðan árið 1971.

„Það er meiningin að vera með rólegri lög Claptons á þessum tónleikum, svona blús. Þeir félagar segjast alveg treysta sér til að halda úti heilu kvöldi en húsið opnar klukkan 20 og tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Það verður spilað töluvert fram eftir kvöldinu og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, eins og þar stendur.“ Því er við þetta að bæta að alltaf hefur verið góð stemning á Clapton-kvöldum félagsins svo enginn ætti að vera svikinn af því að bregða sér í Fossatún 30. mars. Miðaverð er krónur 1.500 og innifalið eru kökur og kaffi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is