Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2008 10:06

Mokveiði af þorski á Breiðafirðinum

Stór og fallegur þorskur veiðist um þessar mundir í Grundarfirði á handfæri. Magnús Jónsson á Sæstjörnunni SH 63 er hér á myndinni vígreifur með stóra fiska, en hann landaði 1200 kílóum í gær. Skessuhorn hafði það eftir hafnarverðinum í Ólafsvík fyrr í vikunni að það væri vandamál fyrir sjómenn að koma veiðarfærum í sjó án þess að fylla þau af þorski og að mokveiði væri nú á Breiðafirðinum. Sjómenn fylltu báta sína á skömmum tíma. Undir þessi orð hafnarvarðarins taka allir þeir sjómenn sem Skessuhorn ræddi við fyrr í vikunni.

„Þetta hefur verið ævintýri líkast. Það er greinilegt að nóg er af fiskinum og ég held að sjávarútvegsráðherra hefði gott af því að fá sér rúnt á milli bryggjanna á Snæfellsnesi. Menn hafa verið að minnka netafjöldann í sjó til að reyna að treina kvótann sem mest. Það verða margir búnir með kvótann í næsta mánuði. Ég vonast til að geta treint minn fram í maí,“ segir Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaður í Rifi í samtali við Skessuhorn nú fyrr í vikunni.

 

Pétur Pétursson rær við þriðja mann frá Arnarstapa á Bárði, 20 tonna netabáti. Bárður fylltist á innan við hálfum sólarhring sl. þriðjudag, 12-13 tonn, þar af um fjögur í eina trossuna af fjórum sem teknar voru úr sjó þann daginn. Þannig hafa dæmin verið að undanförnu af fiskiríinu á Breiðafirði. Það er sama hvort menn hafa verið á línu, netum eða dragnót, allir hafa verið að fá meira en nóg, þar sem nú snýst þetta um að eiga nógan þorsk eftir til að geta veitt hinar tegundirnar. „Ég held það séu allir bátar að reyna að forðast þorskinn nema við sem erum á netunum,“ segir Pétur Pétursson.

 

„Við höfum ekki þorað annað en minnka netafjöldann um helming, erum núna með 75 net sem er ósköp lítið fyrir 11 karla. Ég býst við að við klárum kvótann núna í byrjun apríl. Við hefðum getað klárað þetta á einni viku þessvegna,“ segir Friðþjófur Sævarsson skipstjóri á Saxhamri frá Rifi. Þeir á Saxhamri voru að „skrapa“ á línu fram í mars, en þá var farið á netin. Saxhamar er með 500 tonna þorskkvóta og í gær voru 100 tonn eftir af kvótanum. Saxhamar hefur oft verið með aflahæstu netabátunum. „Við kunnum best við okkur á netunum, erum þessir sérvitringar sem smám saman eru að deyja út. Það er bara verst að mega ekki veiða meira, þegar afkastagetan er svona vannýtt,“ segir Friðþjófur skipstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is