Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. mars. 2008 01:09

Svana með fjórða titilinn í glímunni

Svana Hrönn var valin glímukona Íslands á síðasta ári.
„Þetta er alltaf jafn sniðugt og skemmtilegt. Mér finnst ég alltaf vera að bæta við mig, sérstaklega tæknilega, enda hef  ég sagt að ef tæknin er í lagi þá skiptir minna máli með hina þættina,“ segir Svana Hrönn Jóhannsdóttir glímukonan slynga úr Dölunum sem bar sigur úr býtum í Íslandsglímunni sem fram fór á Akureyri um helgina.

Sólveig systir Svönu varð í öðru sæti í keppnni. Þær systur áttu jafnglími, en Sólveig lenti neðar á töflunni þar sem hún átti annað jafnglími. Sex stúlkur kepptu í Íslandsglímunni að þessu sinni. Sami fjöldi var í karlaflokknum þar sem Pétur Þórir Gunnarsson Þingeyingur sigraði.

Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Svönu og sá þriðji í röð. Tvö árin á milli fyrstu titla Svövu þurfti hún að lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu systur sinni. Þær systur æfa með KR undir leiðsögn Péturs Eyþórssonar. Ein stórkeppni er eftir í glímunni, landsflokkaglíman. „Við stefnum á að koma með sterka sveit til keppni úr Dölunum. Við erum þrjár í sveitinni og með eina til vara,“ segir Svana, sem stefnir á að halda áfram á sömu braut í glímunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is