Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2008 08:20

Hélt til grásleppuveiða í morgun

Rögnvaldur Einarsson, grásleppukarl á Akranesi var í gær að gera klárt til að leggja fyrstu netin sín á þessari vertíð og á miðin fór hann í morgun. Grásleppuveiðimenn mega velja sér veiðitímabil og valdi Rögnvaldur að leggja fyrstu net nú og hefur hann samkvæmt því leyfi til veiða til 20. maí þar sem veiðitímabilið er 50 dagar. Lítilsháttar hefur veiðst af grásleppu í nágrenni Akraness að undanförnu, en samkvæmt fréttum er veiðin afar mismundandi og sumsstaðar engin t.d. norðan við land. Rögnvaldur æltar að leggja 50 net til að byrja með og sjá til með framhaldið. “Ég byrja á að leggja gömlu netin. Það felst sjálfkrafa friðun í því þar sem þau eru nokkuð götótt. Ef vel veiðist bæti ég kannski einhverju við.” Rögnvaldur rær einn til að byrja með en sagðist kalla til strákana sína sér til aðstoðar ef á þyrfti að halda.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is