01. apríl. 2008 08:20
Rögnvaldur Einarsson, grásleppukarl á Akranesi var í gær að gera klárt til að leggja fyrstu netin sín á þessari vertíð og á miðin fór hann í morgun. Grásleppuveiðimenn mega velja sér veiðitímabil og valdi Rögnvaldur að leggja fyrstu net nú og hefur hann samkvæmt því leyfi til veiða til 20. maí þar sem veiðitímabilið er 50 dagar. Lítilsháttar hefur veiðst af grásleppu í nágrenni Akraness að undanförnu, en samkvæmt fréttum er veiðin afar mismundandi og sumsstaðar engin t.d. norðan við land. Rögnvaldur æltar að leggja 50 net til að byrja með og sjá til með framhaldið. “Ég byrja á að leggja gömlu netin. Það felst sjálfkrafa friðun í því þar sem þau eru nokkuð götótt. Ef vel veiðist bæti ég kannski einhverju við.” Rögnvaldur rær einn til að byrja með en sagðist kalla til strákana sína sér til aðstoðar ef á þyrfti að halda.