Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2008 07:23

Selja sumardekk á verði síðasta vors

Þeir hjá N1 eru þegar farnir að selja sumardekkin ódýru
Innflytjendur búast við mikilli hækkun hjólbarða nú í vor og má þegar sjá þess merki að hækkunin verður vart undir 30-35% milli ára. Vafalaust mun mikið muna um það í buddu bíleigenda þegar þeir kaupa sumardekkin nú í vor. Hátt olíuverð og lágt gengi krónunnar eru stærstu áhrifavaldar væntanlegrar hækkunar. Valdimar Lárusson há hjólbarðaþjónusta N1 við Dalbraut á Akranesi segist búast við mikilli hækkun á sumardekkjum en segir góða lagerstöðu þeirra koma einhverjum til góða. “Við búum óvenju vel af gömlum birgðum hér á Akranesi, en ástæða þess er að gámur sem við pöntuðum til landsins í fyrravor fór fyrir mistök á flakk á leiðinni í fyrravor og skilaði sér ekki til okkar fyrr en í júní, eða eftir að flestir voru búnir að setja sumardekkin undir bíla sína. Við eigum því eina fjörutíu ganga af algengum 14 og 15 tommu dekkjum sem við ætlum að selja á verðlagi síðasta vors meðan að birgðir endast. Þannig gildir það að fyrstur kemur, fyrstur fær,” sagði Valdimar.

Til marks um þau kjarakaup sem hægt er að gera þá kostar gangur af 15" Kumho dekkjum, sem eru algeng fólksbíladekk 44.500 krónur, en samkvæmt verðskrá hjólbarðasala kostar slíkur dekkjagangur nú aldrei undir 65-70 þúsund krónum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is