Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2008 10:20

Myndarlegur styrkur til lóðahreinsunar og framkvæmda

Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst í sumar lyfta grettistaki í umhverfismálum og kallar til liðs við sig áhugasama íbúa í sveitarfélaginu. "Umhverfis og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur mikið rætt um það á fundum sínum í vetur hvernig bæta megi umgengni og þrif á lóðum í sveitarfélaginu. Athyglisverð hugmynd sem kom upp í nefndinni var að leita samstarfs við þá íbúa sem ætla að taka til hendinni í sumar. Við ákváðum því að setja 5 milljónir króna í sérstakt verkefni sem felst í því að húseigendur geta sótt um styrk að fjárhæð allt að 250.000 krónur til að fá hreinsunar- og garðyrkjuflokk til sín í júnímánuði sér að kostnaðarlausu. Þannig geta a.m.k. 20 húseigendur sótt um hjá okkur á sérstöku eyðublaði sem liggur frammi í afgreiðslunni í Ráðhúsi Borgarbyggðar," sagði Páll S. Brynjarsson í samtali við Skessuhorn.

Páll gerir sér ekki grein fyrir hversu margir munu nýta sér þetta tilboð en þegar hafi nokkrir sótt um. Umsóknarfrestur rennur út við lokun skrifstofunnar síðdegis í dag, þar sem landbúnaðar- og umhverfisnefnd kemur saman til fundar á morgun. "Ég vil bara hvetja fólk til að leggja inn umsókn í þetta landhreinsunar og fegrunarverkefni, því vissulega er margt hægt að gera fyrir þetta háa upphæð til lagfæringar á lóðum og görðum," sagði Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is