Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2008 03:38

Sauðburður hafinn hjá Jóni bónda

“Jú, það er rétt það báru tvær kindur í gær og ein í dag. Líklega verða þær tvær eða þrjár fleiri í þessari umferð. Ég álpaðist til Þýskalands þarna í nóvember og gleymdi að taka alla hrútana frá. Það sannast hið fornkveðna að féð er jafnan fóstra sínum líkt. Maður var náttúrulega að elta skottið á sjálfum sér og hrútarnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og gerðu slíkt hið sama,” sagði Jón Eyjólfsson bóndi á Kópareykjum í Reykholtsdal í stuttu spjalli. Líklega eru þetta með fyrstu lömbunum sem í heiminn koma á Vesturlandi á þessu vori. Jón sagði að það væri fínt að fá svona forskot á sæluna en hann hefur um 300 fjár á húsi. “Það er yndislegt veðrið núna og þetta er öruggur fyrirboði um að vorið sé á næsta leiti,” bætti hann við.

Meðfylgjandi mynd er síðan 2006 og sýnir heimasæturnar Hrönn og Huldu á Kópareykjum með lömb að vori.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is