01. apríl. 2008 03:55
"Þar sem ekki var hægt að verða við kröfum mínum annarsvegar um allveruleg bifreiðahlunnindi til að geta sinnt starfi aðstoðarmanns í víðfeðmu kjördæmi og hinsvegar skýlausri kröfu um annað sætið á lista Samfylkingarinnar í næstu kosningum, ákvað ég að þiggja ekki starf aðstoðarmanns Guðbjartar vinar míns Hannessonar að þessu sinni," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri í yfirlýsingu sem var að berast Skessuhorni nú rétt í þessu.
Frá því var greint hér á vefnum í morgun að Guðbjartur Hannesson hafi boðið Gísla aðstoðarmannsstarf sitt í kjördæminu. Af því verður semsagt ekki að Gísli þiggi boðið og verður Guðbjartur því að halda leit sinni áfram að sinni.