Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2008 10:00

Engin fjölgun starfa hjá Hafró vegna lítillar loðnu

Snubbótt loðnuvertíð að þessu sinni er aðalástæða þess að ekkert varð úr áformum sjávarútvegsráðherra um fjölgun starfa við útibú Hafrannsóknarstofnunar í Ólafsvík, að sögn Hlyns Péturssonar útibússtjóra. Til stóð að hrinda af stað loðnuverkefni, þar sem könnuð yrðu áhrif þess lífmassa sem fellur til við dauða loðnu. Þar sem vertíðin var stutt og lítil loðna kom inn á Breiðafjörðinn að þessu sinni varð ekkert úr að rannsaka þessa fæðukeðju í hafinu.

Hlynur segir að nú fari mesti annatíminn í hönd en hjá Hafró á Ólafsvík starfar, auk Hlyns, Birgir Stefánsson rannsóknarmaður og er í nógu að snúast fyrir þessa tvo starfsmenn. Núna eru að byrja merkingar vegna rannsókna á staðbundnum þorski í Breiðafirði. Farið verður á einum heimabátanna á miðin og merktir um 3000 þorskar, bæði með svokölluðum slöngumerkjum, þar sem appelsínurauður þráður er settur við miðju bakugga, merki sem sést mjög vel í sjónum. Einnig eru sett í þorskinn rafeindamerki, sem veitir upplýsingar um hita og þrýsting á fiskislóð. Þá verður farið í netarall einnig með einum heimabátanna og byrjar það 1. apríl. Hafró verður þá með 55 netalagnir í Breiðafirðinum, vegna mælinga og sýnatöku.

Auk þessa er unnið að ýmsum föstum verkenum hjá Hafró í Ólafsvík, svo sem rannsóknum á sýnum úr lönduðum afla til aldursgreiningar. Þá eru langtímaverkefni þar sem fylgst er með fæðuöflun bolfisks og viðkomu hörpudisksstofnsins á Breiðafirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is