Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2008 03:40

Bændur virkir þátttakendur í loðnufrystingu

„Þetta var úrvalsmannskapur hjá okkur í loðnufrystingunni. Hér voru að staðaldri 40 manns að vinna í vinnslunni í einu, allt upp í 70 manns í heildina. Við tókum á móti rúmlega 2000 tonnum í frystinguna og hún tók nákvæmlega hálfan mánuð. Byrjaði seinnipart föstudags og lauk á svipuðum tíma tveimur vikum seinna,“ segir Gunnar Hermannsson verkstjóri í loðnufrystingunni hjá HB Granda. Drjúgur hluti starfsfólksins við loðnufrystinguna eru fastráðnir starfsmenn HB Granda en einnig hafa unnið sem verktakar við loðnufrystinguna ár eftir ár hópur bænda úr Dölum, af Snæfellsnesi og Ströndum.

Það er Arnar Eysteinsson bóndi í Stórholti í Dölum sem fer fyrir þessum hóp bænda sem telur um 20 manns. Arnar segir mjög gott upp úr þessu að hafa, þótt þetta sé gríðarleg vinna, enda unnið á 16 tíma vöktum og ekkert helgarstopp meðan á loðnufrystingunni stendur. Á meðan séu það húsfreyjurnar á bæjunum sem sjái um búskapinn.

Arnar í Stórholti segir þetta mikla búbót fyrir bændurna. Hann nefnir sem dæmi í viðtali við Bændablaðið sem kom út í gær að á loðnuvertíðinni í fyrra hafi þeir bændur úr Dölunum sem unnu við loðnufrystinguna haft upp úr því samtals um 14 milljónir króna. Það samsvari beingreiðslum fyrir þrjú þúsund ærgildi. Vertíðin þá tók þrjár vikur og undirstrikar Arnar að ansi mikil vinna hafi legið að baki þeim launum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is