Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2008 11:30

Góður árangur ungra glímumanna úr Dölunum

Glímufélag Dalamanna sendi tólf keppendur á Meistaramót Íslands 16 ára og yngri sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi, samhliða Íslandsglímunni, þar sem Dalamenn áttu tvo keppendur sem röðuðu sér í efstu sætin í kvennaflokknum. Árangur keppenda frá  GFD var mjög góður. Allt eru þetta framtíðar glímumenn með brennandi áhuga og metnað. Dalamenn hömpuðu þremur Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti 16 ára og yngri sem fram fór á laugardag og í sveitakeppninni sem fram fór daginn eftir.

Magnús Bjarki Böðvarsson varð Íslandsmeistari í flokki 13-14 ára stráka og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir í flokki 15-16 ára stúlkna. Fjóla Björg Heiðarsdóttir varð í 3. sæti í sama flokki og Andrea Hlín Harðardóttir í 4. sæti. Gunnar Örn Þorsteinsson varð í 3. sæti í flokki 15-16 ára stráka, Sæþór Sindri Kristinsson í 4. sæti og Hermann Jóhann Bjarnason í því fimmta.

Sunna Björk Karlsdóttir varð í öðru sæti í flokki 11-12 ára stúlkna. Angantýr Ernir Guðmundsson endaði í 7. sæti í flokki 11-12 ára stráka og Hafþór Sævar Bjarnason í 8. sæti. Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir varð í 3. sæti í flokki 13-14 ára stúlkna og Lísa Margrét Sigurðardóttir hafnaði í 4. sæti.

Á sunnudeginum fór svo fram sveitaglíma Íslands 16 ára og yngri. Frá GFD mættu þrjár sveitir til leiks og var árangurinn eftirfarandi: Sveit stráka 15-16 ára varð Íslandsmeistari. Sveitin var skipuð þeim Gunnari, Sæþóri og Hermanni. Sveit stúlkna 13-14 ára hafnaði í 2. sæti. Sveitin var skipuð þeim Gunnlaugu, Lísu og Sunnu. Sveit stúlkna 15-16 ára varð einnig í 2. sæti í sínum flokki. Sveitin var skipuð þeim Guðbjörtu, Fjólu og Andreu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is