Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2008 01:15

Zsuzsanne er heiðurslistamaður Borgarbyggðar

Píanóleikaranum Zsuzsönnu Budai var í gær veitt heiðursviðurkenning Menningarsjóðs Borgarbyggðar fyrir árið 2008. Viðurkenningin er í formi viðurkenningarskjals og veglegrar peningaupphæðar. Afhendingin fór fram í sal Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Jónína Erna Arnardóttir, formaður stjórnar Menningarsjóðs Borgarbyggðar sagði við þetta tilefni að Zsuzsanna Budai hefði auðgað borgfirskt tónlistarlíf með hæfileikum sínum, þekkingu og dugnaði í allmörg ár. Hún fæddist í Ungverjalandi og lauk tónlistarnámi frá Liszt Ferenc Akademi í Búdapest árið 1988. Hún kenndi við tónlistarskóla í Búdapest til ársins 1991 en það ár flutti hún til Íslands. Hún var fyrst á Ísafirði en flutti í Borgarnes árið 1997.

“Zsuzsanna hefur víða komið fram sem einleikari og meðleikari og er organisti við nokkrar kirkjur á Vesturlandi. Hún stjórnar kvennakórnum Freyjunum og Samkór Mýramanna og kennir á píanó auk tónfræðigreina og er meðleikari söngnemenda við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Zsuzsanna er afar hæfileikaríkur píanóleikari sem hefur fært andrúmsloft ríkrar tónlistarmenningar Mið-Evrópu með sér til Íslands, bæði með leik sínum og kennslu,” sagði Jónína Erna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is