Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2008 11:20

Írskir dagar þann 4.-6. júlí

Það er jafnan líf og fjör á Írskum dögum.
Nú hefur verið ákveðið að bæjarhátíð Akurnesinga nær og fjær, Írskir dagar, verði haldnir hátíðlegir þann 4.-6. júlí næstkomandi eða fyrstu helgina í júlímánuði. Þetta er breyting frá því sem verið hefur undanfarin ár því hátíðin hefur að öllu jöfnu verið haldin aðra helgi júlímánaðar ár hvert.

Á heimasíðu Akraneskaupstaðar kemur fram að menningarmála- og safnanefnd bæjarins hafi komist að þessari niðurstöðu. Ákvörðunin sé meðal annars tekin til þess að koma til móts við óskir fjölda fólks sem hefur haft samband við skipuleggjendur hátíðarinnar og óskað eftir breytingunni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að fólki hefur fundist hátíðin haldin of seint og því hafa þeir sem vilja taka þátt í Írskum dögum þurft að fresta eða breyta sumarleyfisáformum sínum þar sem hátíðin var haldin svo seint í mánuðinum. Einnig hefur verið bent á að fjöldi íþróttamóta fer fram um þessa helgi og því sýnt að margir verði fjarverandi um þá helgi.

 

Einnig kemur fram á síðunni að undirbúningur hátíðarinnar sé þegar hafinn og nú sé unnið að skipulagi og útfærslu hennar, ekki síst í ljósi þeirra óláta sem fylgt hafa Írskum dögum undanfarin ár. Er þar haft til hliðsjónar margt af því sem fram kom á ráðstefnu sem haldin var á Akranesi síðastliðið haust um skipulag og framkvæmd fjölskylduhátíða á Íslandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is