Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. apríl. 2008 06:28

Fjölmenni á landbúnaðarsýningu Mýramanna

Hátíðinni Eftir Mýraelda lauk síðdegis í dag í Lyngbrekku á Mýrum en hún hófst sl. fimmtudagskvöld með fjölmennum bændafundi þar sem landbúnaðarráðherra og formaður Bændasamtakanna fluttu framsöguerindi. Það er Búnaðarfélag Mýramanna sem stóð fyrir hátíðinni en nú er þess minnst að tvö ár eru frá hinum miklu sinueldum á Mýrum. Hugmyndin er að hátíðin verði framvegis haldin annað hvert ár. Ágætlega tókst til og sóttu hátíðina hundruðir gesta víða að og nutu blíðskaparveðurs og höfðinglegrar gestrisni heimafólks á Mýrum. Meðal atriða má nefna opið fjós í Þverholtum þar sem nýtt og glæsilegt 130 kúa fjós var til sýnis. Í og við félagsheimilið Lyngbrekku var sýning á landbúnaðartækjum, handverki og landbúnaðarafurðum. Skemmiatriði voru í boði og góðbændur voru heiðraðir fyrir bú sín. Á meðfylgjandi mynd eru hjónin á bæjunum Laxárholti, Leirulækjarseli og Brúarlandi sem hlutu viðurkenningar Búnaðarfélagsins.

Nánar verður greint frá hátíðinni í máli og myndum í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is