06. apríl. 2008 12:54
Lið ÍA mætti liði Þórs frá Akureyri í Akraneshöllinni í gær. Það er skemmst frá því að segja að Þórsarar sáu aldrei til sólar í leiknum og Skagamenn sigruðu með átta mörkum gegn engu.
Leikið var í 3x30 mínútna hálfleikum. Eftir fyrsta hálftímann var staðan 2-0 en þau mörk skoruðu Vjeko og Guðjón Sveinsson. Næstu fjögur mörk skoruðu þeir Þórður Guðjónsson, Andri Júlíusson, Björn Bergmann Sigurðsson og loks Vjeko aftur. Hann var heldur betur á skotskónum því á síðasta hálftímanum bætti hann tveimur mörkum í viðbót við, staðan 8-0.