07. apríl. 2008 08:24
Venju samkvæmt var við lok aðalfundar Sparisjóðs Mýrasýslu, sem fram fór sl. föstudag, úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði SPM. Sjóðurinn var upphaflega stofnaður til minningar um Friðjón Sveinbjörnsson, sparisjóðsstjóra og árlega er úthlutað úr honum styrkjum til menningarstarfs í héraðinu. Sigurður Már Einarsson formaður stjórnar Menningarsjóðsins kynnti úthlutanir. Alls var sótt um styrki að upphæð 25 milljónir króna til 42 verkefna. Tuttugu verkefni hlutu styrki að þessu sinni að upphæð allt frá 100 til 500 þúsund krónur, en alls var úthlutað krónum 5.450.000.
Listi yfir styrkþega birtist í Skessuhorni sem kemur út nk. miðvikudag.