07. apríl. 2008 10:14
 |
Mikið flatlendi gerir vatnsdreifingu erfiða á Mýrum |
Málefni vatnsveitu fyrrum Álftaneshrepps komu til umræðna á síðasta fundi byggðaráðs Borgarbyggðar. Að sögn Eiríks Ólafssonar, skrifstofustjóra er lítill þrýstingur á vatni farinn að verða til vandræða einkum á þeim bæjum sem hæst standa. “Notendum í fyrrum Álftaneshreppi hefur fjölgað mjög, meðal annars eru það stór kúabú á svæðinu og vaxandi sumarhúsabyggð sem kallar á úrbætur. Vatnið er tekið frá Syðri Hraundal sem liggur einungis 60-70 metra yfir sjó og því er fallþrýstingur lítill. Nú er til skoðunar að bæta dælum inn á veituna og jafnvel bæta við miðlunartanki. Í það minnsta þarf að auka þrýsting á vatninu einkum á þeim bæjum sem hæst standa yfir sjávarmáli,” sagði Eiríkur.