Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2008 07:29

Verkefnastaða mjög góð hjá Borgarverki

Frá framkvæmdum við hringveginn um Borgarnes
“Við sjáum fram á mjög góða verkefnastöðu út þetta ár,” segir Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks ehf. í samtali við Skessuhorn. Hann segir fyrirliggjandi verkefni öll falla vel að fyrirtækinu eins og það er í dag en þetta eru einkum verkefni á sviði vegagerðar og klæðningar auk framkvæmda við hreinsistöðvar við þéttbýliskjarna í Borgarbyggð.  Aðspurður um helstu verkefnin nefnir Óskar fimm kílómetra vegarkafla í Svínadal en framkvæmdir hefjast þar eftir tvær vikur. Það verkefni er upp á 85 milljónir króna. “Þá erum við á fullu í framkvæmdum við ný gatnamót á hringveginum í Borgarnesi, en því verki á að vera lokið fyrir 15. júní nk. Það verk hljóðaði upp á 110 milljónir króna. Gatnagerð í Bjargslandi í Borgarnesi og Varmalandi í Stafholtstungum er nú að ljúka og þá höfum við samið við Vegagerðina um viðhald á eldri klæðningum á vegum á öllu norðvestursvæði Vegagerðarinnar, en það nær frá Botnsá, um alla Vestfirði og að Öxnadalsheiði í austri.

Þá er Borgarvek með nýlagningar og klæðningar á öllum vegarköflum sem í framkvæmd eru á Vestfjörðum, en mér telst til að það sé um 40 kílómetra vegalengd.”

Óskar segir að fyrirtækið hafi nýlega átt lægsta tilboð í útboði Orkuveitu Reykjavíkur um byggingu hreinsistöðva fyrir Hvanneyri, Varmaland og Bifröst. “Samkvæmt tilboði okkar er það verk upp á 297 milljónir króna, eða um 3% yfir kostnaðaráætlun OR. Það verður síðan Ans ehf., sameinað fyrirtæki sem Sólfells og fleiri aðila, sem mun sjá um byggingahluta verksins,” segir Óskar að lokum.

Um 40 starfsmenn starfa um þessar mundir hjá Borgarverki ehf. Fyrirtækið er eitt elsta verktakafyrirtækið á Vesturlandi, en það var Sigvaldi Arason, faðir Óskars sem stofnaði það og rak lengs af.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is