Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2008 10:18

BM Vallá óskar eftir stórauknu athafnarými á Akranesi

„Við vorum að fylgja því eftir sem hefur legið fyrir frá því við keyptum Smellinn. Þá sögðum við að hugur okkar stæði til frekari útvíkkunar starfseminnar á Akranesi. Okkur sýnist staðsetningin vera góð fyrir húseiningaframleiðsluna og það er einn af þeim kostum sem við erum að skoða, að flytja alla húseiningaframleiðsluna á Skagann,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri BM Vallár, en forsvarsmenn fyrirtækisins funduðu með fulltrúum Akranesbæjar í vikunni sem leið. Á þeim fundi óskuðu BM Vallármenn eftir stækkun athafnarýmis á Skaganum. Fyrirtækið er í dag með rúmlega 30 þúsund fermetra lóð og hefur fengið úthlutað jafnstóru svæði sem nú er í skipulagsferli. Að auki sækir fyrirtækið nú um lóð upp á tíu þúsund fermetra. Eftir er að deiliskipuleggja það svæði.

Þorsteinn Víglundsson segir að þetta mál snúi að framtíðarplönum fyrirtækisins en sé ekki að gerast á allra næstu mánuðum. „Þetta ræðst af þörfinni á stækkun í húseiningaframleiðslunni, hvernig þróunin verður á þeim markaði,“ segir Þorsteinn. Hann segir ljóst að aukning starfseminnar á Akranesi myndi þýða umtalsverða fjölgun starfa en of snemmt væri að nefna einhverjar tölur í því sambandi.

Um þessar mundir er unnið að endurnýjun á steypustöð Smellinn sem eins og áður segir er í eigu BM Vallár. Afköst steypustöðvarinnar munu við það meira en tvöfaldast, verða um 90 rúmmetrar á klukkustund en voru áður 40. Bílakostur stöðvarinnar verður í leiðinni aukinn og endurbættur.

BM Vallá hefur um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingavörumarkað. Þar er saman komin áratuga þekking og reynsla í framleiðslu og lausnum fyrir íslenska byggingaraðila. Starfsemin styrktist enn frekar við kaupin á Smellinn á síðasta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is