Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2008 08:40

Kolmunninn seldur frá Skaganum til Eyja

Stopp er nú komið í löndun og bræðslu á kolmunna í mjölverksmiðju HB Granda á Akranesi og í raun ríkir óvissa um framhaldið. Samið var við Ísfélagið í Vestmannaeyjum um að þau þrjú skip HB Granda sem lagt hafa upp hjá vinnslunni á Akranesi, Ingunn AK, Faxi RE og Lundey NS, landi hvert um sig einum farmi í Eyjum. Vilhjálmur Vilhjálmsson deildarstjóri uppsjávardeildar HB Granda segir að hagkvæmast hafi verið, til dæmis út frá olíuverði, að skipin lönduðu í Vestmannaeyjum að þessu sinni, enda 10-12 tímum styttri sigling þangað af miðunum en til Akraness.

Landað var úr Ingunni í gær, Faxi bíður löndunar og von er á Lundey um helgina. Vilhjálmur segir að löndunarstaður skipanna ráðist af aðstæðum hverju sinni og ekkert sé fast í hendi varðandi framhaldið á vertíðinni.

 

Ísfélagið í Vestmannaeyjum var tilbúið að greiða 14,80 krónur fyrir kílóið af kolmunnanum, en forsvarsmenn HB Granda buðu sínum áhöfnum lægra verð, eða frá 11,20 upp í 12,50 krónur allt eftir gæðum hráefnisins. Í kosningum sem fram fóru um borð höfnuðu skipverjarnir á skipum þremur nær einróma því verði sem eigendur HB Granda buðu.

 

Þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélag Akraness, einnig að skiljanleg sé sú afstaða skipverjanna að vilja fá sama verð og Ísfélagið er að greiða. Það sé hinsvegar fullkomlega óskiljanlegt af hverju HB Grandi geti ekki greitt sama verð fyrir kíló af  kolmunna og Ísfélagið. Sérstaklega í ljósi þess að verksmiðjan á Akranesi sé ein sú allra fullkomnasta á landinu og nánast allt hráefnið sem til hennar berist fari í hágæðamjöl.

Starfsmenn mjölverksmiðunnar á Akranesi eru ekki sáttir við þessa þróun mála, enda ráðast tekjur þeirra að langstærstum hluta af því að staðnar séu vaktir þegar bræðsla á sér stað. Starfsmenn HB Granda á Akranesi verða því fyrir umtalsverðu tekjutapi sökum þess að aflanum er nú landað í Vestmannaeyjum, vonandi þó tímabundið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is