11. apríl. 2008 01:27
 |
Örn Árnason leikur hér Kínverja. |
Einu sinni til tvisvar á ári fara tónlistarmenn um landið undir yfirskriftinni Tónlist fyrir alla og kynna fyrir grunnskólanemendum hin ýmsu stílbrigði tónlistar. Í mörgum skólum Vesturlands er einni slíkri yfirferð nýlega lokið. Það voru tónlistarmennirnir Gunnar Hrafnsson, Björn Thoroddsem, Ásgeir Óskarsson og Örn Árnason leikari og söngvari sem kíktu í skólana. Krakkarnir í Laugargerðis- og Lýsuhólsskóla voru fengnir til að taka þátt í flutningnum. Verkið sem þeir fluttu heitir Heimsreisa Höllu sem er þjóðkvæðið Ljósið kemur langt og mjótt flutt í mismunandi útfærslum.
Inn í flutninginn koma mismunandi tímabil sögunnar, tónlistarstefnur og þjóðmenning margra landa. Örn brá sér í ýmis gerfi á ferð þeirra félaga í heimsreisu Höllu og fékk nemendur til að taka þátt. Hann var meðal annars Kínverji, Rússi, magadansmær, Presley sjálfur og svo mætti lengi telja. Var mál manna að oft hefði þessi skemmtun verið góð en aldrei sem nú.