Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2008 02:20

Guðmundur Runólfsson langstærsti eigandinn í Fiskmarkaði Íslands

Um 60% af þeim fiski sem fer á markað hérlendis fer í gegnum FÍ.
Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði er orðið langstærsti eignaraðilinn í Fiskmarkaði Íslands. GR er komið með ráðandi hlut í fyrirtækinu eftir kaup á 40% eignarhlut Rjúkanda ehf, sem er félag í eigu nokkurra einstaklinga. Fyrir átti Guðmundur Runólfsson 3,5% í FÍ, en fiskmarkaðurinn er nú að langstærstum hluta í eigu aðila á Snæfellsnesi. Næststærsti hluturinn í félaginu er innan við 8%.

Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf segir kaupin á bréfum Rjúkanda góða fjárfestingu, en kaupverðið sé trúnaðarmál. Um 60% af þeim fiski sem fer á markað hér á landi fer í gegnum FÍ, að sögn Guðmundar. Fiskmarkaður Íslands var stofnaður árið 1991 og er með starfsstöðvar víða um land, í Þorlákshöfn, Reykjavík, Akranesi, á öllum höfnum á Snæfellsnesi og Skagaströnd.

Guðmundur segir að fyrstu þrír mánuðir ársins hafi verið mjög góðir hjá FÍ, um 16.000 tonn fóru á markaðinn. Reyndar sé yfirleitt svipað magn sem fari í gegn á þessum tíma, sem í heildina sé besti tími ársins á fiskmörkuðunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is