Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2008 07:40

Akranes og OR í samstarf um framkvæmdaverk

Akraneskaupstaður og Orkuveitan undirrituðu samkomulag um verklagsreglur sín á milli síðastliðinn miðvikudag um samstarf í framkvæmdaverkum. Gísli Einarsson, bæjarstjóri Akranesbæjar og Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitunnar undirrituðu samkomulagið. Samkomulag þetta nær til samstarfs og upplýsingagjafar verkefna á skipulags- og áætlanastigi sem og hönnunar- og framkvæmdastigi. Tekið er á málefnum eins og vali sameiginlegs umsjónarmanns framkvæmdarverka, kostnaðarskiptingu og meðferð útboða, val á ráðgjöfum, kostnaðarskiptingu vegna færslu eldri lagna og fleira.

Samkvæmt upplýsingum frá OR er um mikið framfaraspor að ræða, þar sem ekki þarf í hverju verki fyrir sig að semja um marga hluti frá grunni, þetta mun því spara tíma beggja ásamt samræmingu allra verkefna.

Strax og samkomulag náðist við Reykjavíkurborg í fyrra um þessi málefni, hefur verið fundað með öðrum sveitarfélögum með það fyrir augum að ná sambærilegu samkomulagi. Takmarkið er að samningarnir við sveitarfélögin séu eins gagnvart þeim öllum og ríður Akranes á vaðið sem fyrsta sveitarfélagið utan Reykjavíkur. Þegar hefur verið rætt við Garðabæ, Kópavog, Mosfellsbæ og Hafnarfjörð um að ná slíku samkomulagi og eru þær viðræður víðast langt á veg komnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is