12. apríl. 2008 12:00
 |
Fulltrúar FVA í keppninni í ár. |
Í kvöld fer Söngkeppni framhaldsskólanema fram á Akureyri en keppnin er sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vestlendingar eiga þar að sjálfsögðu sína fulltrúa, bæði frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Bein útsending verður frá herlegheitunum og hefst hún klukkan 20.10. Samkeppnin er hörð því fulltrúar 32 framhaldsskóla munu láta ljós sitt skína. Nánari upplýsingar um keppnina og myndir af keppendum má finna á
http://www.songkeppni.is/sf08/.