Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2008 02:30

Samið um samstarf slökkviliða á Vesturlandi

Þessar vikurnar er í sveitarstjórnum á Vesturlandi til umfjöllunar samningur um gagnkvæma aðstoð slökkviliða í landshlutanum, allt frá Borgarbyggð til Reykhóla. Um er að ræða slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Grundarfjarðar, Snæfellsbæjar, Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Borgarbyggðar. Slökkvilið á svæðinu hafa notið aðstoðar nágrannaliða í stærri eldsvoðum og er þar skemmst að minnast sinueldanna miklu á Mýrunum vorið 2006. Samstarf slökkviliða hefur verið gott en ekki verið til formlegur samningur um samvinnu, nema milli Borgarbyggðar og Akraness. Samningurinn byggir að talsverðu leyti á því samkomulagi og hefur þegar verið samþykktur í sveitarstjórnum Reykhólahrepps, Dalabyggðar, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar og Borgarbyggðar.

Að sögn Óskars Steingrímssonar sveitarstjóra Reykhólahrepps þótti orðið tímabært að gera formlegan ramma um samstarf slökkviliða á svæðinu. „Það er nauðsynlegt að geta leitað aðstoðar hjá nágrönnunum þegar stærri eldsvoðar verða.“ Óskar segir það skapa mikið öryggi að geta leitað aðstoðar ef í nauðirnar rekur, en slökkviliðsstjórar þeirra slökkviliða, sem aðild eiga að samningnum, skulu í sameiningu vinna að gerð nákvæmra áætlana og samstarfsreglna, sem nauðsynlegar eru.

Í samningsdrögunum segir einnig að stjórnandi þess slökkviliðs sem óskar eftir aðstoð skuli stjórna öllum aðgerðum og bera fulla ábyrgð á þeim. „Skal honum hins vegar heimilt að fela yfirmanni slökkviliðs, sem aðstoð veitir, stjórn á ákveðnum aðgerðum ef hann samþykkir að taka við aðgerðastjórnun,“ segir orðrétt í samningnum, sem er leiðbeinandi fyrir slökkviliðsstjórana á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is