14. apríl. 2008 03:15
Magnús Árni Magnússon hefur verið ráðin framkvæmdastjóri klasa skapandi greina hjá Keili en Magnús var áður aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst og deildarforseti bæði viðskipta- og félagsfræðideildar skólans. Hann var virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingu sem átti sér stað á Bifröst á árunum 2001-2006 og leiddi stofnun nýrra deilda ásamt uppsetningu og skipulagi fjölda námsleiða. Undanfarin tvö ár hefur hann verið partner hjá Capacent ráðgjöf.
Magnús var þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðuflokkinn 1998-1999 og hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum félaga og samtaka. Magnús hefur auk þess meðal annars setið í stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar, Varðbergs og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, á námsárum sínum var hann fulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.