Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2008 04:00

Metframleiðsla mjólkur en erfitt rekstrarumhverfi

Fram kom á aðalfundi Auðhumlu svf síðastliðinn fimmtudag að aldrei hefur verið framleitt jafn mikið af mjólk á landinu og á síðasta ári eða 124 milljónir lítra. Þar af komu 112 milljónir lítra eða 91% mjólkurinnar frá framleiðendum Auðhumlu en Auðhumla annast rekstur Mjólkursamsölunnar, rekstrarfélags mjólkuriðnaðarsins í landinu. Aukning var á sölu mjólkur, hvort heldur sem miðað er við próteinmagn eða fitu. Þrátt fyrir framleiðslu- og söluaukningu var rekstrarumhverfið erfitt fyrir mjólkuriðnaðinn á síðasta ári.

Heildarsala Auðhumlu nam 12,6 milljörðum króna á síðasta ári og var rekstrartap 588 milljónir króna en að teknu tilliti til fjármagnstekna var tap ársins 196 milljónir króna. Þetta var meðal annars vegna þess að iðnaðurinn tók á sig verðstöðvun á mjólk og mjólkurafurðum á síðasta ári sem kostaði mjólkuriðnaðinn um einn milljarð króna. Efnahagur félagsins er traustur en eigið fé samstæðunnar var 8.206 milljónir króna um síðastliðin áramót.

Rekstur Mjólkursamölunnar er afgerandi í rekstri samstæðunnar en Mjólkursamsalan hóf starfsemi í byrjun síðasta árs þegar rekstur Osta- og smjörsölunnar, Norðurmjólkur og hluti af starfsemi MS var sameinaður í eitt félag. „Þegar hefur umtalsverð hagræðing náðst og búið er að undirbúa mörg hagræðingarverkefni á sviði sölu, dreifingar og framleiðslu sem á að gera okkur kleift að ná fram verulegri hagræðingu á þessu og næsta ári. Rekstrarskilyrði mjólkuriðnaðarins hafa versnað mikið á undanförnum mánuðum og er því mjög knýjandi að við náum fram allri þeirri hagræðingu sem er möguleg með tilkomu Mjólkursamsölunnar,” segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Auðhumlu.

Tilraunir með útflutning á mjólkurafurðum hafa gengið ágætlega á undanförnum árum og er lögð áhersla á að auka magn skyrs í þeim útflutningi. Á síðasta ári var útflutningur skyrs 128 tonn en heildarútflutningur allra mjólkurafurða voru rífleg 1.000 tonn til samanburðar. Skyr er nú selt á Washington svæðinu, í New York og Boston, í Englandi og Luxemborg. „Það tekur töluverðan tíma að byggja upp markaði fyrir afurðir okkar erlendis. Byrjunin hefur lofað góðu og við eigum við að leggja áherslu á að byggja upp en frekari markaði fyrir skyr erlendis. Það er spennandi að vinna meira inn á Evrópumarkað en við höfum gert. Gengi evrunnar er sterkt og tollfrjálsir kvótar fyrir smjör og skyr til Evrópu hjálpa okkur í markaðsfærslunni á þessu markaðssvæði,” segir Guðbrandur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is