Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2008 01:26

Guðjón á fullu að leita að markmanni

Oft hefur verið sagt að markvörðurinn geti verið hálft liðið. Það eru einmitt markmannsmálin sem eru akkillesarhæll Skagaliðsins fyrir komandi Íslandsmót. Ljóst er að bakmeiðsli Páls Gísla Jónssonar eru það slæm að hann geti orðið frá í talsverðan tíma, í versta falli allt tímabilið. Guðjón Þórðarson þjálfari er mikið í símanum þessa dagana, í leit að markmanni, bæði á Bretlandseyjum og Norðurlöndunum.

Þrátt fyrir að Skagamenn eigi efnilega unga markmenn þykir of mikið að leggja allt traust á þá. Guðjón segir í samtali við Skessuhorn að nánast útilokað sé að fá íslenskan markmann þegar þessi tími er kominn. „Ég þekki vel til í Englandi og Skotlandi og er líka að skoða markaðinn á Norðurlöndunum. Það sem ég vonast eftir er markmaður sem þarf virkilega á því að halda að sanna sig og er tilbúinn að takast á við þetta verkefni,“ segir Guðjón.

Vangaveltur hafa verið uppi um að Árni Gautur Arason komi til liðs við Skagamenn frá Afríku. Guðjón segir að það sé nánast útilokað. Árni hlyti í framhaldinu að skoða framtíðarfélag, þannig að ef hann vildi ekki koma heim til framtíðar gæti hann lent í sömu stöðu og Stefán Þórðarson, en Stefán fékk sem kunnugt er ekki heimild fyrir því að spila í Svíþjóð sem lánsmaður fram á sumar. Það er vegna þess að leikmanni er óheimilt að fara á milli þriggja félaga á sama árinu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is