Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2008 09:20

Áhugi fyrir baðlóni með ölkelduvatni að Lýsuhóli

Ljósm. Haukur Þórðarson.
Áhugahópur í Staðarsveit hefur hug á að koma upp baðlóni og aðstöðu á Lýsuhóli. Meðal styrkja til ferðaþjónustu í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem úthlutað var á dögunum, var ein milljón króna til þessa náttúrulega baðlóns með heitu ölkelduvatni á Lýsuhóli. Það var Margrét Björk Björnsdóttir ferðamálafræðingur í Böðvarsholti í Staðarsveit sem sótti um þennan styrk fyrir hönd áhugahópsins.

Á Lýsuhóli hefur ölkelduvatnið verið nýtt í sundlaugina og til upphitunar félagsheimilisins og skólans. Svo virðist sem ölkelduvatnið laði að fólk. Þótt sundlaugin á Lýsuhóli hafi ekki verið auglýst kemur fjöldi fólks þangað á hverju sumri. Yfir ferðamannatímann hafa komið allt að sex þúsund manns í sund á Lýsuhól og sýnt að aðsóknin væri ennþá meiri ef fólk gæti þar baðað sig í náttúrulegu lóni, að sögn Margrétar Bjarkar.

Á Lýsuhóli er náttúruleg lind, einstakt náttúrufyrirbæri þar sem 60 gráðu heitt vatnið streymir upp úr jörðinni. Þarna finnst bæði volgt og kalt ölkelduvatn, en það þykir gott til lækninga til dæmis vegna höfuðverks, flökurleika og gigtar, húðsjúkdóma og fleira. Í það þarf engin íblöndunarefni, það notast beint úr jörðunni og vart þykir annað eins vatn finnast annars staðar í Evrópu. Margrét Björk segir að oft hafi verið rætt meðal fólks í sveitinni um þann möguleika að nýta ölkelduvatnið meira, svo sem til baða, og áhugi sinn hafi vaxið hvað það varðar þegar hún var við nám í ferðamálafræðum á Hólum og vann þá að verkefni tengdum jarðböðunum í Mývatnssveit.

„Ég held að náttúruleg böð eigi mikla framtíð fyrir sér. Kannanir meðal ferðamanna hingað til lands sýna að áhugi þeirra fyrir náttúrulegum böðum er mikill. Ég held að við séum mjög vel í sveit sett að taka á móti fólki. Snæfellsnesið þykir þægileg dagleið og umferðin í gegnum þjóðgarðinn sýnir aukinn áhuga fólks á svæðinu,“ segir Margrét Björk og nefnir að um 100 þúsund manns hafi farið í gegnum þjóðgarðinn á síðasta ári.

Umræddur styrkur var skilyrtur í þróunarvinnu vegna náttúrulegs baðlóns. Aðspurð segir Margrét Björk ekkert hægt að gera sér grein fyrir hvað framkvæmdir við baðlónið komi til með að kosta, ef á annað borð verði af þessum áformum. Hún segir að fyrir liggi að áhugahópurinn komi saman og stofni félag um verkefnið. Í framhaldi af því geti undirbúningsvinna hafist. „Ég veit að fólk er mjög áhugasamt um þetta verkefni,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is