16. apríl. 2008 09:41
Skessuhorn minnir Vestlendinga á að Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds að nóttunni þessa viku fram á
föstudag og í næstu viku aðfaranótt þriðjudagsins 22. apríl og aðfaranótt miðvikudagsins 23. apríl. Lokað er frá miðnætti til klukkan sex að morgni.
Auk þess að vegna framkvæmda á Hringvegi 1 í Borgarnesi er umferð beint um hjáleið. Vegagerðin biður vegfarendur að sýna aðgát og tillitsemi.