16. apríl. 2008 12:30
Alþjóðlegt unglingamót í körfubolta verður haldið í Borgarnesi um helgina í tengslum við heimsókn bandarísks unglingaliðs til landsins. Mótið verður á laugardag og sunnudag fyrir stráka 16 ára og yngri. Þar leika auk Skallagríms og bandaríska liðsins AAU, lið frá Tindastóli og Snæfelli. Það er Kenneth Webb þjálfari Skallagríms sem hefur skipulagt komu liðins. Það mun spila við unglingalandsliðið undir 16 ára, auk þess að skoða sig um. Meðal annars er áformað að kíkja á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Að sögn Hafsteins Þórissonar formanns körfuknattleiksdeildar Skallagríms var þjálfari bandaríska liðsins hér á árum áður þekktur leikmaður í NBA deildinni, mikill rumur sem átti það til að mölva spjöldin við troðslur. Átti hans framganga þátt í því að farið var að styrkja spjöldin sérstaklega með trefjum.