Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2008 08:34

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á Snæfellsnesi fór fram í Stykkishólmskirkju 9. apríl en þar komu saman níu nemendur sem kepptu sín á milli eða þrír fulltrúar frá grunnskólunum í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi.

Þátttakendur stóðu sig allir með prýði við en í 1. sæti var Gauti Daðason Stykkishólmi, í 2. sæti Birgitta Rún Baldursdóttir Snæfellsbæ og í 3. sæti Hilmar Leó Antonsson Snæfellsbæ.

 

Formaður dómnefndar sagði við verðlaunaafhendinguna að allir lesarar kvöldsins væru sigurvegarar því hver og einn hafði komist áfram eftir forval í sínum skóla auk þess sem það væri ekki á færi allra að standa upp fyrir framan fullan sal af fólki og lesa skýrt og fallega.

Lesið var í þremur umferðum þar sem þátttakendur lásu í fyrstu umferð hvert og eitt hluta úr kafla úr bókinni “Nonni” eftir Jón Sveinsson, í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Stein Steinarr (Aðalstein Kristmundsson) og í lokaumferðinni lásu þátttakendur ljóð að eigin vali. Á milli umferða var boðið upp á tónlistaratriði þar sem nemendur í 7. bekk grunnskólans í Stykkishólmi spiluðu á gítar og píanó.

Á meðan dómnefndin réði ráðum sínum var boðið upp á veitingar, í boði Nesbrauðs í Stykkishólmi, í safnaðarheimili kirkjunnar og tóku fjölmargir gestir kvöldsins vel til matar síns á meðan beðið var eftir niðurstöðum dómnefndar. Allir þátttakendur fengu að gjöf bókina Ríki gullna drekans sem Edda útgáfa gaf en þeir sem lentu í þremur fyrstu sætunum fengu að auki peningagjöf frá Sparisjóði Ólafsvíkur sem styrkir keppnina. Yfirlýst markmið verkefnisins er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og þurfa þátttakendur meðal annars að huga að réttum áherslum, réttu tónfalli og fleiru við lesturinn. Greinilega mátti sjá að þátttakendur höfðu allir unnið heimavinnuna sína og mátti glitta í fjölmarga tilvonandi nemendur 7. bekkjar í áhorfendahópnum. Þau hafa væntanlega notað kvöldið til að sjá hvernig á að gera hlutina svo þau geti byrjað að undirbúa sig fyrir sína keppni að ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is