16. apríl. 2008 02:30
 |
Valdís Þóra Jónsdóttir. |
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni og íþróttamaður Akraness, sigraði rétt í þessu á Amateur Ladies Open golfmótinu sem fram fór á Secret Valley vellinum á Kýpur. Mótið hefur staðið yfir í tvo daga og leiknar voru 18 holur hvorn daginn.
Valdís Þóra lék frábærlega í gær og var komin sex högg undir eftir 10 holur. Þegar yfir lauk var hún tveimur höggum undir pari með 70 högg, sex höggum á undan næsta keppanda. Því var ljóst að Valdís ætti góða möguleika á að sigra. Seinni daginn lék hún hringinn á 76 höggum, fjórum yfir pari. Það dugði henni þó til sigurs og vel það, samanlagt var hún með 146 högg, sjö höggum minna en Veronika Holisova sem hafnaði í öðru sæti og lék samanlagt á 153 höggum. Önnur íslensk stúlka, Heiða Guðnadóttir, hafnaði í þriðja sæti með 152 högg.