Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2008 04:05

Íbúar á Rifi og Hellissandi sandblásnir

Rif var líkast Sahara eyðimörkinni í gær.
„Við ráðum lítið við náttúruöflin. Jú, fólk hefur verið að tala um tjón af völdum sandfoksins og ekki rengi ég það. Við höfum verið að kanna hvernig hægt er að bregðast við þessu, en þetta er ekki auðvelt viðureignar þar sem melgresið heftir ekki lengur sandinn,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Gríðarlegt sandfok var á Rifi og inn á Hellissand í gær í suðaustan hvassviðrinu sem þá geysaði, um 30 metrar á sekúndu þegar mest var.

Íbúar á þessu svæði hafa fengið að kenna á sandfoki síðan á liðnu hausti eftir að sléttuð var út lóð fyrir fyrirhugaða vatnspökkunarverksmiðju við hafnarsvæðið á Rifi. Við þetta rask var hreinsað upp melgresisbelti sem tók marga áratugi að græða upp. Ekkert varð af byrjunarframkvæmdum á lóðinni á liðnu hausti og eftir stendur 15.000 fermetra sandsár sem blæs upp þegar vindur nær sér á strik eins og í gær.

Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að verið sé að vinna í því hvernig hefta megi sandfokið. Ekki sé ljóst hvernig brugðist verði við, en meðal annars hafi verið rætt um að keyra grjóti í fjöruboðið til að freista þess að minnka uppblásturinn. Að sögn Kristins hefur komið í ljós við athugun að um tvennskonar sand er að ræða, bæði hvítan og svartan.

Íbúi á Rifi segir að mökkurinn hafi verið þannig í gær að svo virtist sem sandurinn og moldin kæmu úr öllum áttum. Ægir Ingvarsson bílaviðgerðarmaður á Rifi segir að bílar við húsið séu illa farnir eftir sandfokið og föls þeirra full af  sandi. „Ef ég lít hérna út um gluggann sé ég flaggstöng sem er orðin svo sandblásin að eftir henni er 3-4 sentimetra kolsvört rák þar sem sandinn hefur barið í tréð. Hann smýgur inn um allar rifur. Hér hefur fólk orðið fyrir talsverðu tjóni, sem virðist útilokað að fá bætt,“ segir Ægir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is