Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2008 04:14

Töluvert af gömlum neyðarsendum í notkun

Sendirinn fannst á ruslagámi í gær.
Töluvert er er enn af gömlum neyðarsendum í notkun í skipum og bátum á Íslandi. Eins eru dæmi þess að sendar af þessu tagi liggi í reiðileysi þar sem óviðkomandi aðilar eða jafnvel börn og unglingar geta komist að þeim og sett þá af stað. Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu þessa efnis í tilefni af atburðinum á Snæfellsnesi í gær þar sem neyðarsendir hafði verið settur í gang og bundinn við ruslagám. Þar fannst hann eftir mikla leit bæði björgunarsveitar og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um atvikið í gær segir: “Ljóst er að sendirinn hefur verið gangsettur af ásettu ráði, í leik eða óvitaskap. Mál af þessu tagi eru grafalvarleg enda er með þessu verið að sóa verðmætum tíma viðbragðsaðila og misnota búnað til leitar og björgunar.”

 

 

Í tilkynningunni segir ennfremur: “Þegar skeyti berst frá sendi af þessu tagi þá koma tvö möguleg svæði til greina sem geta verið með miklu millibili til leitar auk þess sem staðsetningarnákvæmni boðanna er ekki mikil, getur skeikað um tugi sjómílna.  Stærð þess svæðis sem leita þarf á,  getur því verið tugir sjómílna í ummál, fyrir hvern stað. 

 

Þegar boð berast frá neyðarsendi á svæðinu á og umhverfis Ísland, eru viðbragðsaðilar ræstir á öllu Norður- Atlantshafssvæðinu. Vaktstöðvar siglinga, strandgæslur, lögregla og björgunarsveitir auk þess sem skipum og flugvélum á viðkomandi svæði er gert að svipast um. Úrvinnslu staðsetningarboða á þessum tíðnum verður hætt þann 1. febrúar 2009. Nýir sendar hafa verið teknir í notkun sem senda út á 406 MHz og eru jafnvel með GPS staðsetningarbúnað og geta því sent út nákvæma staðsetningu auk þess sem þeir senda út auðkenni skipa. Eftir 1. febrúar 2009 verður einungis unnið úr boðum á 406 MHz tíðni.”

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is