Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2008 12:20

Hugmynd um grænt lón við Deildartunguhver

Við Deildartunguhver
Kjartan Ragnarsson í Borgarnesi hefur undanfarið kannað möguleika þess hvort hlutaðeigandi aðilar samþykki að koma upp grænu lóni við Deildartunguhver í Reykholtsdal. Hugmynd Kjartans er að lónið verði útfært á svipuðum nótum og jarðböðin í Mývatnssveit og verði á svonefndu Kársnesi sem er landssvæði skammt frá hvernum. Á hverju ári fara tugþúsundir ferðamanna um svæðið og skoða þennan vatnsmesta hver Evrópu. Fram til þessa hefur þjónusta við ferðamenn sem koma á svæðið verið af afar skornum skammti. Hinsvegar er það staðreynd að þrír til fjórir staðir í uppsveitum Borgarfjarðar skera sig úr í fjölda ferðamanna en það eru Deildartunguhver, Reykholt, Hraunfossar og Húsafell og því ætti hugmynd Kjartans að geta fengið byr undir báða vængi.

 

 

Kjartan Ragnarsson, frumkvöðull
Kjartan segir að hann hafi ódrepandi áhuga á aðgengi að íslenskum ferðamannastöðum og hugmyndin hafi kviknað í sambandi við það. „Ég var staddur í Danmörku að kynna Vesturland til að beina ferðafólki hingað á svæðið þegar ferðaskrifstofuaðilar báðu mig um að nefna þá staði á Vesturlandi þar sem hægt væri að ganga beint úr rútu til skoðunar. Mér vafðist tunga um tönn og komast að því að ekki var um marga staði að ræða, en Deilartunguhver var þó einn þeirra en þar er ekkert gert til að stoppa ferðamanninn. Ég fór því á fullt við að heyra hljómgruninn fyrir hugmynd að lóni á svonefndu Kársnesi sem er umlukið af Reykjadalsá og neðan við hverinn. Það er ættboginn í Deildartungu sem á Kársnesið og landið þar, en Orkuveita Reykjavíkur á landið við sjálfan hverinn. Fulltrúar OR hafa tekið afar jákvætt í erindið svo og allir þeir sem ég hef rætt við og eiga hlut að máli. Ég hef meðal annars einnig rætt við landeigendur, forsvarsmenn Snorrastofu, sveitarfélagsins og Veiðifélags Reykjadalsár sem hafa erindið í jákvæðri skoðun. Mér var einnig bent á að sniðugt gæti verið að koma þarna upp safni um þróun hitaveitunnar á Íslandi og hvergi yrði það meira viðeigandi,” segir Kjartan.

 

Hann segir að fyrir utan að Snorri Sturluson hafi notað heitt vatn í híbýlum sínum í Reykholti, þá hafi fyrsta hitaveita landsins verið sett á fót á Sturlu Reykjum fyrir rúmri öld.“ Aðspurður segir Kjartan ekkert hafa vitað um ölkeldulónið sem verið er skoða með uppsetningu á vestur á Snæfellsnesi. „Ég las það í Skessuhorni að menn væru að skoða lón þar sem nýta á ölkelduvatn. Það er staðreynd að góðar hugmyndir fæðast víða á sama tíma og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að bæði þessi lón gætu dafnað, landshlutanum til hagsbóta. Annars vegar lón við stærsta hver í heimi og hinsvegar lón með ölkelduvatni. Þau yrðu eins og tvíburaturnarnir nema þau hrynja ekki.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is