18. apríl. 2008 03:10
 |
Heiðar Axelsson á Smur og dekk í Snæfellsbæ. |
Á þessum árstíma eru ökumenn í óðaönn að skipta yfir á sumardekk á bifreiðum sínum og víða myndast örtröð á dekkjaverkstæðum landsins.
Heiðar Axelsson rekur dekkjaverkstæðið Smur og dekk í Snæfellsbæ, eina verkstæðið í bænum. Hann segir að síðustu vikur hafi verið meira en nóg að gera hjá honum. “Það er upppantað langt fram í tímann. Við erum um hálftíma að skipta um dekk á einum bíl og erum þrír á verkstæðinu. Vinnudagurinn er um tíu tímar þessa dagana og lengur ef þörf krefur.” Heiðar segir aðspurður að verð á dekkjum hafi hækkað talsvert frá því í fyrra ásamt olíu og öðrum varahlutum.