Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2008 04:00

Máluðu á 100 strákústa

Kvenfélagskonur með kústana góðu.
“Einni félagskonunni datt þetta í hug og við kýldum bara á það,” segir Kristín Vigfúsdóttir formaður Kvenfélags Ólafsvíkur en meðlimir félagsins tóku sig til og máluðu 100 strákústa í fjáröflunarskyni. “Við erum búnar að sitja hér sveittar að handmála öll kvöld í Hróahúsi. Þetta er búið að vera alveg ofboðslega gaman.”

Um fimmtíu konur eru meðlimir í kvenfélaginu og Kristín segir að þær séu meira og minna mjög listhneigðar enda bera kústarnir þess greinileg merki. “Við erum að mála ýmislegt á kústana. Það fer bara eftir því hvað hverri og einni er til lista lagt,” segir Kristín og nefnir rósir, fugla, fiðrildi, hús, sólblóm, fiska, blómaker og maríuhænur sem dæmi um myndefni. 

Kústarnir verða seldir í versluninni Hrund í Ólafsvík, Olís-Ellingsen og verslun Þóru. Þeir fóru í sölu í dag og kosta einungis 3.000 krónur. “Ef kústarnir klárast þá málum við bara meira. Þetta er sumargjöfin í ár!”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is