Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2008 10:53

Iðnaðarmenn framtíðarinnar verðlaunaðir

Íslandsmóts iðngreina fór fram í Laugardalshöllinni um helgina samhliða sýningunni Verk og vit. Það er Iðnmennt sem stendur fyrir mótinu. Markmið þess er að vekja athygli á iðn- og starfsmenntun, kynna almenningi iðngreinar og þá ekki síst fyrir ungu fólki og að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í iðngreinum.  Alls voru á mótinu fulltrúar um 20 iðn- og starfsgreina, en auk greinanna sem keppt var í voru kynningar á nokkrum greinum auk þess sem iðn- og verkmenntaskólar landsins og Samband íslenskra framhaldsskólanema kynntu starfsemi sína. Íslandsmót iðngreina er undanfari og forkeppni einstakra keppnisgreina fyrir þátttöku í Euro Skills og World Skills sem er alþjóðleg keppni iðngreina.

Verðlaun voru afhent á Íslandsmótinu síðdegis í gær. Sigurvegari í málmsuðu var Jevgenis Gujls, í trésmíði Ásgeir Arnór Stefánsson frá Iðnskólanum í Reykjavík, í pípulögn Kristófer Þorgeirsson frá Iðnskólanum í Hafnarfirði, í bifvélavirkjun Birkir Sigursveinsson, í bílamálun Ásbjörn Matti Birgisson, í bifreiðasmíði Reynir Harðarson, í múrverki Kristþór Ragnarsson frá Iðnskólanum í Reykjavík, í málaraiðn Gunnar Guðjónsson frá Iðnskólanum í Reykjavík, í dúklagningum Gústaf Benedikt Grönvold frá Iðnskólanum í Reykjavík, í hársnyrtingu Heiðrún Pálsdóttir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í grafískri miðlun Jóhann Geir Úlfarsson, nemi hjá Expo, í ljósmyndun Arnar Már H. Guðmundsson frá Iðnskólanum í Reykjavík og í rafvirkjun Gunnar Þórbergur Harðarson frá Iðnskólanum í Reykjavík

 

Ljósmynd: Verðlaunahafarnir Gunnar Guðjónsson (málaraiðn), Jóhann Geir Úlfarsson (grafísk miðlun), Arnar Már H. Guðmundsson (ljósmyndun), Jevgenis Gujls (málmsuða), Ásgeir Arnór Stefánsson (trésmíði). Auk þeirra fengu verðlaun Kristófer Þorgeirsson (pípulögn), Birkir Sigursveinsson (bifvélavirkjun), Ásbjörn Matti Birgisson (bílamálun), Reynir Harðarson (bifreiðasmíði), Kristþór Ragnarsson (múrverk), Gústaf Benedikt Grönvold (dúklagningar), Heiðrún Pálsdóttir (hársnyrting), Gunnar Þórbergur Harðarson (rafvirkjun).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is