Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2008 08:20

Fiskmarkaður Íslands í Rifi flytur í stærra húnæði

Nýtt húsnæði Fiskmarkaðar Íslands í Rifi.
Síðastliðinn laugardag tók Fiskmarkaður Íslands í Rifi formlega í notkun nýtt húnæði undir starfsemi sína en húsið er um 1.500 fermetrar að stærð og var áður í eigu Fiskvinnslu KG.

Fjöldi gesta var samankominn af þessu tilefni í nýja húsnæðinu til þess að samfagna Fiskmarkaði Íslands. Boðið var upp á glæsilegt hlaðborð sem Sigfús Almarsson sá um að útbúa. Páll Ingólfsson, sem mun taka að sér stöðu framkvæmdastjóra um miðjan maí af Tryggva Leifi Óttarssyni, sagði í samtali við Skessuhorn að gamla húsnæðið sem fyrirtækið hefði átt í Rifi hefði hreinlega verið of lítið undir starfsemina og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fá stærra húsnæði.

Fiskverkun KG flutti í nýtt og stærra húsnæði síðastliðið sumar og því var gamla hús verkunarinnar ákjósanlegur kostur. KG tók eldra hús fiskmarkaðarins í staðinn.

Páll segir að Fiskmarkaður Íslands í Rifi sé stærsti einstaki söluaðili fisks á landinu og að á síðasta ári hafi verið seld yfir tíu þúsund tonn af fiski frá Rifi. Hann segir ennfremur að þeir muni ekki selja eins mikið magn á þessu ári, enda þorskkvótinn skorinn verulega niður á  þessu kvótaári. “Fiskverð er hins vegar töluvert hærra. Ef við tökum dæmi var á tímabilinu janúar-apríl í fyrra seld 4.987 tonn fyrir 799 milljónir en á sama tímabili í ár seldum við 4.334 tonn fyrir 899 milljónir.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is